Íslenski boltinn

Hefur rætt við stjórnarformann West Ham

Eggert Magnússon hefur ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um yfirráð í West Ham
Eggert Magnússon hefur ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um yfirráð í West Ham

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræddi við Terry Brown, stjórnarformann West Ham, í gær um hugsanlega yfirtöku fjárfestingarhóps undir hans stjórn á Lundúnarfélaginu. Fundurinn þykir gefa sterkar vísbendingar um að Eggert sé ennþá með í baráttunni um yfirtöku á félaginu.

Það er breska blaðið Daily Telegraph sem segir frá þessu í morgun en heimildir blaðsins herma einnig að snurða hafi hlaupið á þráðinn í samningaviðræðum West Ham við ísraelska auðkýfinginn Kia Joorabchian.

Einnig er sagt frá því að Eggert og félagar hafi hækkað tilboð sitt í félagið upp í 75 milljónir punda auk þess sem þeir lofa umtalsverðum fjármunum til að kaupa nýja leikmenn til West Ham þegar glugginn opnar að nýju eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×