Yfirvöld í Líbíu hafa frestað dómi í máli erlendra lækna, sem sakaðir eru um að sýkja 426 börn af HIV veirunni, fram til 19. desember næstkomandi.
Læknarnir voru upphaflega fundnir sekir og dæmdir til dauða en hæstirréttur Líbíu ógilti dóminn og vísaði málinu aftur á upphafsreit. Læknarnir, sem eru frá Búlgaríu og Palestínu, hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagt að játningum þeirra hafi verið náð með því að beita þau pyntingum.