Erlent

Óttast blóðsúthellingar á hinsegin dögum

Hinsegin dagar í Reykjavík
Hinsegin dagar í Reykjavík MYND/Einar Ólafson

Enn er verið að draga víglínur í Jerúsalem, en að þessu sinni eru þær á milli strangtrúaðra gyðinga og samkynhneigðra. Búist er við að 8000 manns taki þátt í skrúðgöngu "Hinsegin daga" í borginni helgu hinn tíunda þessa mánaðar.

Slíkar göngur hafa fimm sinnum áður verið farnar, í Jerúsalem, en andstaðan við þær verður sífellt meiri, meðal strangtrúaðra. Á síðasta ári réðst maður á göngufólk og stakk þrjá með hnífi, áður en hann var yfirbugaður.

Margir strangtrúaðir hóta því að blóði verði einnig úthellt í göngunni þann tíunda, og lögreglan er að búa sig undir miklar óeirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×