Erlent

Blair vill ekki rugla saman Guði og Darwin

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir í viðtali við tímaritið New Scientist, að hann yrði áhyggjufullur ef sköpunarsagan yrði kennd sem raunvísindi, í breskum skólum. Sköpunarsagan er sú kenning Biblíunnar að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum.

Þessi kenning hefur lengi verið umdeild, í Bandaríkjunum, þar sem íhaldssamir kristnir menn hafna þróunarkenningu Darwins. Deilur brutust út í Bretlandi, fyrr á þessu ári, eftir að einka-stofnun sem fjármagnar marga skóla í norðurhluta landsins var sökuð um að kenna sköpunarsöguna í eðlisfræðitímum.

Stofnunin sagði að þróunarkenningin væri kennd í skólunum, en leyft væri að minnast á sköpunarsöguna í umræðum. Blair sagði að hann hefði heimsótt einn af þessum skólum, og hefði ekki annað séð en að þeir kenndu venjulega námsskrá. Hann vildi hinsvegar ekki sjá sköpunarsöguna kennda sem vísindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×