Fótbolti

Tottenham - Club Brugge í beinni

Didier Zokora gæti komið við sögu hjá Tottenham í kvöld, en hann fékk væg einkenni malaríusjúkdómsins um daginn
Didier Zokora gæti komið við sögu hjá Tottenham í kvöld, en hann fékk væg einkenni malaríusjúkdómsins um daginn

Leikur Tottenham og Club Brugge í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Tottenham hvílir væntanlega eitthvað af lykilmönnum sínum fyrir deildarleikinn gegn Chelsea um helgina, en Didier Zokora er í leikmannahópi Lundúnaliðsins eftir að hafa veikst af malaríu á dögunum.

Paul Stalteri, Teemu Tainio, Lee Young-Pyo, Steed Malbranque og Calum Davenport eru allir meiddir og koma ekki við sögu í leik kvöldsins. Lið Brugge frá Belgíu er sýnd veiði en ekki gefin og liðið hefur ekki tapað í 11 leikjum í röð í öllum keppnum. Þá gerði liðið jafntefli við Leverkusen í síðasta leik sínum í þessum riðli.

Hópur Tottenham: Robinson, Cerny, Chimbonda, Dawson, Gardner, King, Davids, Jenas, Lennon, Huddlestone, Ziegler, Murphy, Defoe, Mido, Keane, Berbatov, Zokora, Ghaly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×