Erlent

Leit að skipverja hætt á Eystrasalti

Leit hefur verið hætt að skipverja sem féll útbyrðis þegar sænskt flutningaskip sökk í Eystrasalti í gærkvöld. Ofsaveður og stórsjór voru á þessum slóðum þegar neyðarkall barst frá skipinu og skömmu síðar valt það.

Björgunarþyrlum tókst að hífa þrettán af fjórtán manna áhöfn skipsins frá borði og koma þeim í land en einn skipverjanna lést af áverkum sem hann hlaut. Ekki eru taldar nokkrar líkur á að sá sem féll frá borði hafi getað lifað af í sjónum í marga klukkutíma og því var leit af honum hætt. Olía er tekin að leka úr flakinu en flekkurinn er enn sem komið er lítill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×