Írak, Írak, Írak 2. nóvember 2006 10:13 Bandarískir hermenn að störfum í Írak. MYND/NM Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira