Chicago kippti meisturunum niður á jörðina 1. nóvember 2006 05:02 Ballið byrjaði í NBA í nótt og í fyrri beinu útsendingunni á NBA TV valtaði Chicago yfir meistara Miami og varpaði skugga á hátíðarhöldin sem fylgdu hringaafhendingunni NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira