Erlent

Þrjár milljónir hafa flúið heimili sín í Írak

Ofbeldið í Írak hefur leitt til þess að allt að þrjár milljónir hafa flúið heimili sín.
Ofbeldið í Írak hefur leitt til þess að allt að þrjár milljónir hafa flúið heimili sín. MYND/AP

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um þrjár milljónir flóttamanna hafi flúið heimili sín í Írak til þess að reyna að komast burt frá átakasvæðum.

Rúmlega ein og hálf milljón hafi flúið úr landi, og álíka margir séu á vergangi í landinu sjálfu. Eftir því sem ofbeldi tengt trúarhópum eykst flýja fleiri og fleiri til svæða þar sem þeirra trúarhópar eru í meirihluta. Þeir landshlutar sem áður voru blandaðir eru því óðum að verða annað hvort súnní- eða sjíasvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×