Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur neitað að segja af sér meðan saksóknarar skoða hvort eigi að leggja fram ákærur á hendur honum um nauðganir og kynferðislega áreitni.
Lögreglan segir að gögn bendi til þess að Katsav hafi nauðgað og áreitt fjölda starfskvenna sinna, bæði eftir að hann var kjörinn forseti og í embættum sem hann gegndi áður.
Katsav hefur neitað öllum sakargiftum. Hann segist munu sitja út kjörtímabil sitt nema formleg ákæra verði lögð fram.