Erlent

Tony Blair ræður Al Gore í vinnu

Al Gore er frægur
umhverfisverndarsinni.
Al Gore er frægur umhverfisverndarsinni. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna sem ráðgjafa ríkisstjórnar sinnar í umhverfismálum.

Síðan Gore tapaði fyrir George Bush, í forsetakosningunum, hefur hann starfað mikið að umhverfismálum og meðal annars gert kvikmyndina "Óþægilegur sannleikur" sem hefur vakið mikla athygli víða um heim.

Tæpast mun Al Gore þó flytja til Lundúna, heldur sinna þessu nýja hlutverki í fjarvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×