Erlent

Alríkislögreglan í Mexíkó bælir niður mótmæli í bænum Oaxaca

Mexíkóska alríkislögreglan sækir fram gegn mótmælendum í bænum Oaxaca í gær.
Mexíkóska alríkislögreglan sækir fram gegn mótmælendum í bænum Oaxaca í gær. MYND/AP

Alríkislögreglan í Mexíkó gerði í gær áhlaup á búðir mótmælenda í bænum Oaxaca í Mexíkó.

Einn mótmælandi beið bana í aðgerðum lögreglu. Mótmælin, sem miða að því að koma ríkisstjóra Oaxaca úr embætti, byrjuðu á mótmælum kennara í maí síðastliðnum en hafa stöðugt undið upp á sig. Áhlaup alríkislögreglunnar í gær batt enda á margra mánaða viðræður milli mótmælenda og forseta Mexíkó. Talið er að dauðsföll bandarísks ríkisborgara og tveggja íbúa bæjarins á föstudaginn var hafi orðið til þess að alríkislögreglan var send á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×