Fótbolti

Lotina tekinn við Real Sociedad

Lotina skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina með möguleika á eins árs framlengingu
Lotina skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina með möguleika á eins árs framlengingu

Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum.

Baskarnir í Sociedad hafa ekki riðið feitum hesti framan af leiktíðinni og var 4-1 tap liðsins í fyrri leiknum við Malaga í bikarnum dropinn sem fyllti mælinn hjá stjórninni.

Lotina gat sér gott orð þegar hann stýrði liðum Numancia og Osasuna upp um deild seint á síðasta áratug og þá stýrði hann liði Celta Vigo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2003 eftir að liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar árið áður.

Lotina var síðast við stjórnvölinn hjá liði Espanyol og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari á síðustu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×