Erlent

Samúræji í Þýskalandi

Samúræjarnir svonefndu eru sjaldséð sjón nú til dags. Einn slíkur virðist þó hafa verið á ferli um Hamborg í Þýskalandi í nótt. Sá hafði tekið sér far með neðanjarðarlest en neitaði að greiða fargjaldið.

Þegar lögregla kom á vettvang dró þessi þýski samúræi upp stóreflis sverð og sveiflaði því í kringum sig af miklum móð. Baráttuþrekið var hins vegar ekki meira en svo að laganna vörðum tókst að yfirbuga manninn með strákústi.

Hann var fluttur í járnum beina leið í tukthúsið en samúræjasverðið gert upptækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×