Erlent

Pronk aftur til Súdans

Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Súdan, Jan Pronk, mun snúa aftur til höfuðborgarinnar Khartoum þrátt fyrir að stjórnvöld í Súdan vilji ekki sjá hann. Talsmaður SÞ greindi frá þessu í dag.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, staðfesti við talsmanninn að Pronk myndi áfram starfa sem sérlegur sendifulltrúi í Súdan fram til ársloka þegar starfssamningur hans renni út.

Stjórnvöld í Súdan greindu Annan frá því á sunnudaginn síðasta að þau litu svo á að Pronk hefði verið sviptur umboði sínu og vildu hann úr landi innan þriggja daga. Þessi krafa var gerð eftir að Pronk skrifaði á vefsíðu sinni að stjórnarherinn í Súdan hefði tapað tveimur stórum orrustum við uppreisnarmenn í Darfur-héraði og baráttuþrek hermanna í lágmarki.

Abdalmahmood Mohamad, sendifulltrúi Súdana hjá SÞ, segir Pronk ekki hafa veitt stuðning, hann hafi verið hrakyrtan og hann orðið hluti af vandamálinu og ekki reytn að leysa það.

Búist er við að Pronk snúi aftur til Khartoum í nóvember og undirbúa það að arftaki hans taki við störfum. Talsmaður SÞ á ekki von á að þetta valdi vandræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×