Erlent

Enn kveikt í strætisvagni í Frakklandi

Fjölmargir tóku þátt í minningargöngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, höfuðborgar Frakklands, í dag. Til minningar um tvo unga menn sem létust þar þegar þeir fengu raflost í rafstöð þar sem þeir földu sig fyrir lögreglu. Mikil átök blossuðu upp þar vegna þessa og breiddust þau út víða um Frakkland.
Fjölmargir tóku þátt í minningargöngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, höfuðborgar Frakklands, í dag. Til minningar um tvo unga menn sem létust þar þegar þeir fengu raflost í rafstöð þar sem þeir földu sig fyrir lögreglu. Mikil átök blossuðu upp þar vegna þessa og breiddust þau út víða um Frakkland. MYND/AP

Tveir vopnaðir menn kveiktu í strætisvagni rétt norður af París, höfuðborg Frakklands, í dag. Franska lögreglan greindi frá þessu. Í dag er eitt ár frá því til alvarlega óeirða kom í Frakklandi. Minningarganga var farin í einu úthverfa Parísar í dag þar sem óeirðirnar í fyrra blossuðu fyrst upp.

Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að tveir grímuklæddir skemmdarvargar hafi skipað um 15 farþegum að koma sér úr strætisvagninum í Seine-Saint-Denis, úthverfi Parísar, þar sem innflytjendir eru í meirihluta. Síðan hafi þeir lagt eld að vagninum.

Kveikt hefur verið í minnst 4 strætisvögnum í úthverfum höfuðborgarinnar síðan á sunnudaginn. Lögregla hefur sagt hættu á að til átaka komi á ný.

Fjölmargir tóku þátt í þögulli minningargöngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi í norð-austur hluta Parísar í dag. Þess var minnst að í dag er ár frá því að tveir ungir drengir létust þegar þeir fengu raflost þar sem þeir földu sig fyrir lögreglu í rafstöð. Þá kom til óeirða í úthverfum Parísar og víða um Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×