Erlent

Milljón indverskra bankastarfsmanna í verkfalli í dag

Nærri milljón indverskra ríkisbankastarfsmanna eru í verkfalli í dag vegna þrýstings frá stjórnvöldum um endurbætur í bankakerfinu. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun.

Vilja starfsmennirnir meina að það muni leiða til fækkunar starfa í geiranum vegna úthýsingar starfa. Áætlanir stjórnvalda miða að því að gera indverska ríkisbanka samkeppnisfæra í alþjóðlegu umhverfi en forystumenn stéttarfélaga ríkisbankastarfsmanna segja hinsvegar að engin þörf sé á því. Gríðarlegur efnahagsvöxtur í Indlandi hefur ýtt undir fjölgun banka í einkaeigu en 27 af 88 bönkum í Indlandi eru ríkisreknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×