Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun 26. október 2006 11:06 Héraðsdómur Reykjavíkur MYND/Vísir Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sumar nauðgað tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti. Maðurinn, Sigurður Rafn Ágústsson, réðst á konuna sem er liðlega tvítug á göngustíg milli Arnarbakka og Suðurfells í Reykjavík. Konan var á leið til vinnu sinnar á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst þegar maðurinn réðst á hana og nauðgaði henni. Hann var vopnaður hnífi og vafði sjali um höfuð stúlkunnar á meðan á nauðguninni stóð. Dómurinn lýsir nauðguninni sem hrottafenginni en maðurinn notaði bæði hníf og logandi kveikjara til að ganga í skrokk á stúlkunni. Maðurinn rændi einnig af konunni peningum sem hún hafði meðferðis og síma hennar. Göngustígurinn sem nauðgunin átti sér stað á er rétt fyrir neðan bensínstöð Selcet í Breiðholti og skoðaði lögreglan upptökur úr öryggismyndavél bensínstöðvarinnar. Þar sást maðurinn taka bensín og var hægt að hafa uppi á honum en hann játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglunni. Maðurinn hlaut þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað á síðasta ári en með árásinni rauf hann skilorðið. Maðurinn var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar en þarf jafnframt að greiða konunni 2.000.000 kr. í miskabætur og 560.000 kr. í sakarkostnað. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í sumar nauðgað tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti. Maðurinn, Sigurður Rafn Ágústsson, réðst á konuna sem er liðlega tvítug á göngustíg milli Arnarbakka og Suðurfells í Reykjavík. Konan var á leið til vinnu sinnar á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst þegar maðurinn réðst á hana og nauðgaði henni. Hann var vopnaður hnífi og vafði sjali um höfuð stúlkunnar á meðan á nauðguninni stóð. Dómurinn lýsir nauðguninni sem hrottafenginni en maðurinn notaði bæði hníf og logandi kveikjara til að ganga í skrokk á stúlkunni. Maðurinn rændi einnig af konunni peningum sem hún hafði meðferðis og síma hennar. Göngustígurinn sem nauðgunin átti sér stað á er rétt fyrir neðan bensínstöð Selcet í Breiðholti og skoðaði lögreglan upptökur úr öryggismyndavél bensínstöðvarinnar. Þar sást maðurinn taka bensín og var hægt að hafa uppi á honum en hann játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglunni. Maðurinn hlaut þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað á síðasta ári en með árásinni rauf hann skilorðið. Maðurinn var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar en þarf jafnframt að greiða konunni 2.000.000 kr. í miskabætur og 560.000 kr. í sakarkostnað.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira