Erlent

Lokaumferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram um um næstu helgi

Stuðningsmenn Lulu da Silva á síðasta kosningafundi hans fyrir kosningarnar um næstu helgi.
Stuðningsmenn Lulu da Silva á síðasta kosningafundi hans fyrir kosningarnar um næstu helgi. MYND/AP

Lokaumferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram um næstkomandi helgi. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, sem er að reyna að ná kjöri í annað sinn og mótframbjóðandi hans Geraldo Alckmin, gagnrýndu stefnu hvors annars í efnahagsmálum Brasilíu er þeir héldu sína síðustu kjörfundi fyrir kosningar.

Skoðanakannanir sem voru birtar síðastliðinn þriðjudag gáfu til kynna að Silva myndi hljóta um 61% atkvæða og vinna þar með öruggan sigur um helgina. Helsta afrek Silva var að auka hag fátækra en spillingarásakanir hafa þó komið reglulega fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×