Erlent

Vilja ekki veita Nyhedsavisen aðgang að bréfalúgum

Frá skrifstofum Nyhedsavisen.
Frá skrifstofum Nyhedsavisen. MYND/Alda Lóa

Að minnsta kosti tvö stór fyrirtæki sem leigja út íbúðir í og við Kaupmannahöfn hafa afþakkað fríblaðið Nyhedsavisen sem Dagsbrún Media gefur út í Danmörku.

Í frétt á vef Politiken kemur fram að Dan-Ejendomme, sem rekur um 25 þúsund íbúðir, og FSB, sem rekur um 15 þúsund íbúðir, hafi neitað Nyhedsavisen um lykla að anddyrum húsa sinna þar sem nóg sé nú þegar af fríblöðum sem berist í húsin. Þar er átt við dagblöðin Dato og 24timer sem einnig var byrjað að gefa út í haust. Danska fréttastofan Ritzau hefur áður greint frá því að 73 þúsund Danir hafi nú þegar keypt límmiða fyrir póstkassa sína þar sem fríblöðin eru afþökkuð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×