Tilraunaskot með nýjustu langdrægu eldflaug rússneska flotans mistókst herfilega, í dag. Flauginni er ætlað að bera kjarnorkusprengjur og henni var skotið frá kafbáti á Hvítahafi, suður af Kólaskaga.
Í fyrstu fréttum af skotinu var sagt að það hefði tekist með miklum ágætum. Rússneskar fréttastofur hafa hinsvegar eftir heimildarmönnum innan flotans, að flaugin hafi hrapað í hafið, nokkrum mínútum eftir að henni var skotið á loft. Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis.