Erlent

Reiði í Þýskalandi vegna hauskúpumynda frá Afganistan

MYND/AP

Mikil reiði hefur gripið um sig í Þýskalandi eftir að þýska götublaðið Bild birti myndir af þýskum hermönnum sem halda á hauskúpu. Blaðið segir myndirnar hafa verið teknar í Afganistan árið 2003.

Bild hefur ekki gefið upp hvar það komst yfir myndirnar og þá er ekki ljóst hvaðan hauskúpan er komin en blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum í hernum að hún hafi hugsanlega verið tekin úr fjöldagröf. Búið er að bera kennsl á tvo hermannanna á myndunum og er verið að yfirheyra þá, en annar þeirra starfaði enn í hernum.

Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir andstyggð sinni á myndunum og fyrirskipað rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×