Erlent

Óvissa um hlutverk danskra hermanna í Írak

Mikið er fjallað um málefni Írak á vefsíðu danska dagblaðsins Berlingske Tidende í morgun. Á fréttamannafundi sem Anders Fogh Rasmussen hélt í gær kom fram að ekki er ljóst hvert hlutverk danskra hermanna á eftir að verða í Írak eftir stefnubreytingu bandamanna. Fram kom á fundinum að Rasmussen telur að framfarir séu miklar í norður- og suðurhlutum Íraks og að danskir hermenn sinni mest skyldum á rólegum svæðum og í verkefnum tengdum uppbyggingu. Rasmussen vildi ekki svara á þessum tímapunkti þeirri spurningu hvort danskir hermenn, á þeim svæðum þar sem íraskar öryggissveitir myndu taka við öryggisgæslu, yrðu kallaðir heim. Fréttamaður Berlingske Tidende gagnrýnir Rasmussen harkalega fyrir að hafa dregið Dani út í óvinnanlegt stríð sem kom engu áleiðis en þessi gagnrýni kemur fram stuttu eftir að sjötti danski hermaðurinn lést við skyldustörf í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×