Erlent

Ljósmyndara sem var rænt á Gaza leystur úr haldi

Emilio Morenatti í fylgd palenstínskra öryggisvarða eftir að honum var sleppt úr haldi mannræningja í nótt.
Emilio Morenatti í fylgd palenstínskra öryggisvarða eftir að honum var sleppt úr haldi mannræningja í nótt. MYND/AP

Eftir einn dag í haldi mannræningja hefur spænska ljósmyndaranum Emilio Morenatti verið sleppt ómeiddum. Embættismenn Fatah hreyfingarinnar komu með ljósmyndarann á skrifstofu palenstínska forsetans Mahmoud Abbas rétt fyrir miðnætti í gær. Enn er ekki ljóst hverjir rændu honum en embættismenn Fatah halda því fram að glæpamenn hafi verið að baki brottnáminu. Algengt hefur verið á svæði Palestínumanna að erlendum fréttamönnum sé rænt í stuttan tíma til þess að nota þá sem gjaldeyri í hverskonar málum og þeim síðan sleppt ómeiddum að þeim loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×