Erlent

Páll á leiðinni til Mexíkó

Fólk í Los Cabos í Mexíkó fylgist með öldunum aukast.
Fólk í Los Cabos í Mexíkó fylgist með öldunum aukast. MYND/AP

Meira en eitt þúsund íbúum Los Cabos bæjanna í Mexíkó hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum vegna komu hitabeltisstormsins Páls, sem þó hefur verið að veikjast á leið sinni að odda kaliforníuskaga Vestur-Mexíkó. Yfirvöld búast ekki við miklu tjóni af völdum vindhraða, sem er um 75 kílómetrar á klukkustund, en því meira vegna rigninga sem búist er við að fylgi í kjölfar Páls.

Páll var þriðji fellibylurinn sem ógnar þessu vinsæla ferðamannasvæði það sem af er þessari vertíð. Fellibyljatímabilinu í Atlants- og Kyrrahafinu lýkur 30. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×