Fótbolti

58% leikmanna gerðu sér upp meiðsli

Portúgalska landsliðið var fremst meðal jafningja í leikaraskap á HM í sumar. Hér liggur miðjumaðurinn Figo þjáður í grasinu, en ekki er gott að segja hvort pína hans er raunveruleg eður ei
Portúgalska landsliðið var fremst meðal jafningja í leikaraskap á HM í sumar. Hér liggur miðjumaðurinn Figo þjáður í grasinu, en ekki er gott að segja hvort pína hans er raunveruleg eður ei AFP

Jiri Dvorak, yfirlæknir alþjóða knattspyrnusambandsins, segir að við nánari athugun hafi komið í ljós að 58% leikmanna sem þurftu læknisaðstoð á meðan leik stóð á HM í sumar hafi alls ekki verið verið meiddir.

Þeim skiptum sem um raunveruleg meiðsli var að ræða fækkaði þó nokkuð frá keppninni þar á undan, en aðeins 2,3 leikmenn meiddust að jafnaði í leik á HM í Þýskalandi á móti 2,7 leikmönnum í keppninni árið 2002. Alls meiddust 145 leikmenn í 64 leikjum á HM í sumar.

Dómarar þóttu hafa betri tök á leikjum á mótinu í sumar en á mótinu þar á undan, en þetta þakka menn langri undirbúningsvinnu þar sem dómurum var gert að vernda leikmenn gegn fólskuárásum eins og olnbogaskotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×