Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot 24. október 2006 18:25 Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira