Erlent

Mótmæli í Kasmír

Indverskur lögreglumaður biður ættingja þeirra sem létust í ákeyrslunni afsökunar.
Indverskur lögreglumaður biður ættingja þeirra sem létust í ákeyrslunni afsökunar. MYND/AP
Indverska lögreglan í Kasmír þurfti að beita valdi til þess að dreifa úr hópi 700 mótmælenda. Höfðu þeir safnast saman eftir að bíll, sem var á leigu hjá indversku lögreglunni, hafði keyrt á og banað tveimur mönnum. Mótmælendurnir lokuðu vegum og kveiktu í farartækinu sem hafði keyrt á mennina tvo.

Sex mótmælendur, sem köstuðu öllu lauslegu í átt að lögreglunni, og fjórir lögreglumenn, sem notuðu trékylfur til þess að dreifa mótmælendum, meiddust í átökunum.

Fyrr um daginn höfðu indverskar öryggissveitir skotið á og banað þremur grunuðum íslömskum öfgamönnum í bardaga sem tók alls þrjár klukkustundir. Talið er að háttsettur yfirmaður öfgahópsins hafi verið þar á meðal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×