Erlent

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu býðst til þess að segja af sér

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Yoon Kwang-ung, og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld á fundi 20. október síðastliðinn.
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Yoon Kwang-ung, og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld á fundi 20. október síðastliðinn. MYND/AP

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hefur boðist til þess að segja af sér. Uppsögn hans kemur í kjölfar kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu og viðræðna við Bandaríkjamenn í síðastliðinni viku. Vildi hann þó ekki gefa upp ástæðu fyrir uppsögn sinni. Búist er við uppstokkunum í ráðherraliði í Suður-Kóreu á næstunni þar sem utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Ban Ki-moon, mun senn taka við stöðu aðalritara Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×