Leit er hafin að nýju að líkamsleifum sumra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárisinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir fimm árum, að tilstuðlan borgaryfirvalda. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, fótleggi og handleggi að því talið er. Holræsið varð fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu og fyrst nú átti að hreinsa út úr því.
Hópur fólks sem missti ásvini sína í hörmungunum árið 2001 krefst opinberrar rannsóknar og komist verði að því hverjum beinin sem fundist hafa tilheyrðu.