Upptaka af sviðsettri krossfesting poppsöngkonunnar Madonnu á frá nýjustu tónleikaferð hennar verður ekki meðal þess sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC helypir í loftið þegar hún sjónvarpar upptöku af tónleikum hennar í næsta mánuði. Athæfi söngkonunnar hefur vakið mikla reiði meðal kristinna trúarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar þeirra hafa fordæmt Madonnu sagt hana and-kristna og fremja helgispjöll og guðlast. Því neitar söngkonan og segir þetta gert á þeim hluta tónleikanna þegar hún kalla á fjárframlög til góðagerðarsamtaka sem hjálpa alnæmissjúkum í Afríku.
Útlit var fyrir að tónleikum hennar í Rússlandi yrði aflýst í sumar en svo varð ekki. Fjölmargir trúarhópar í Bandaríkjunum hafa hótað að þau fyrirtæki sem auglýsi í kringum útsendinguna ef krossfestingin verði höfð með.
Fram kemur á fréttavef BBC að talsmenn NBC hafa ekki viljað tjá sig um málið.
Saksóknari í Þýskalandi fylgdist vel með tónleikum Madonnu þar í landi til að kanna grundvöll fyrir ákæru. Prestur í Hollandi var handtekinn vegna sprengjuhótunar sem reyndist gabb. Vildi presturinn að tónleikunum yrði aflýst.
Hið umdeilda atriði fer þannig fram að Madonna er fest við stóran kross, þakinn spreglum og er hún með þyrnikórónu á höfði sínu. Á sjónvarpsskjám eru um leið sýndar myndir af einhverju þeirra 12 milljóna barna í Afríku sem hafa misst foreldra sína vegna alnæmissmits.