Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik 19. október 2006 05:00 Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í framlengingu í gærkvöldi Mynd/Daníel Rúnarsson Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira