Innlent

Mýrin fær 4 stjörnur

Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki lögreglumannsins Erlendar í Mýrinni, nýrri mynd Baltasars Kormáks, sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki lögreglumannsins Erlendar í Mýrinni, nýrri mynd Baltasars Kormáks, sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar. MYND/Bergsteinn Björgúlfsson

Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur er um hana, á kvikmyndavefnum Kvikmyndir.com.

Gagnrýnandinn, Davíð Örn Jónsson, fer þar lofsamlegum orðum um myndina og segir hana vel leikna og einhverja þá bestu mynd sem gerð hafi verið á Íslandi.

Myndir var heimsfrumsýnd í Skagafirði í gærkvöldi og fékk þar góðar viðtökur áhorfenda sem fögnuðu með lófataki að sýningu lokinni.

Baltasar Kormákur, skrifaði handritið að myndinni og klippti hana í Skagafirði en hann er jafnframt skagfirskur hestabóndi.

Mýrin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum víða um land á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×