Fótbolti

Tottenham lagði Besiktas

Hossam Ghaly og Danny Murphy fagna hér marki þess fyrrnefnda í Tyrklandi í kvöld
Hossam Ghaly og Danny Murphy fagna hér marki þess fyrrnefnda í Tyrklandi í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Enska liðið Tottenham vann í kvöld auðveldan útisigur á tyrkneska liðinu Besiktas í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópukeppni félagsliða 2-0. Enska liðið fór afar illa með færi sín í leiknum og hefði sigurinn átt að vera mun stærri.

Hossam Ghaly kom Spurs yfir á 30. mínútu með slysalegu marki þar sem skot hans hrökk af varnarmanni, í hann aftur og í netið. Dimitar Berbatov innsiglaði sigurinn fyrir Tottenham með marki á 63. mínútu þar sem hann lék vörn tyrkneska liðsins sundur og saman og renndi knettinum í markið.

Robbie Keane klúðraði nokkurm dauðafærum í leiknum og Jermain Defoe fór illa með annað eftir að hafa komið inn sem varamaður á síðustu mínútunum. Enska liðið er því í ágætum málum í riðli sínum eftir fyrstu umferðina, en stig á útivöllum eru vitanlega dýrmæt í þessari keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×