Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra 18. október 2006 21:27 Hróbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku. MYND/Einar Ólason Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. Segir Hróbjartur að málflutningur ráðherrans sé með miklum ólíkindum og bersýnilegt að hann sé úr takti við raunveruleikann. Ítarleg álitsgerð Samkeppniseftirlits um samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði og ákvörðun eftirlitsins um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku sýna svo ekki verður um villst að það sé ekki jafnræði með fyrirtækjum í íslenskum mjólkuriðnaði. Í tilkynningu sinni segir Hróbjartur að það tjói því lítt fyrir ráðherra að halda öðru fram. Samkeppniseftirlitið reki skýrt og greinilega í álitsgerð sinni að mjólkurafurðastöðvum hér á landi sé mismunað og að sumum séu veitt réttindi en öðrum ekki, sem eiga sér ekki málefnalegar forsendur og ekki séu fordæmi um erlendis. Slík mismunun stríði gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hróbjartur segir það er óskiljanlegt af hverju mjólkuriðnaðurinn, einn allra atvinnugreina í landinu, skuli þurfa undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga ef það sé rétt, sem ráðherrann segi að undanþágan sé gerð með tilliti til hagsmuna neytenda og bænda. Sé þetta rétt hefði verið allsendis óþarfi að gera sérstaka undanþágu fyrir mjólkuriðnaðinn þar sem 15. gr. samkeppnislaga heimilar að undanþágur séu veittar frá banni 10. gr. Samkeppnislaga um samráð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði slíkrar undanþágu séu að hún stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir, veiti neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst, leggi ekki óþörf höft á hlutaðeigandi fyrirtæki eða veiti fyrirtækjum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni. Það hafi þvi ekki verið nein þörf á að veita undanþáguna ef tryggja átti hag neytenda og bænda. Hróbjartur bætir því við að það virðist blasa við að ráðherrann og umbjóðendur hans í mjólkuriðnaðinum hafi talið þörf fyrir sérstakt undanþáguákvæði í búvörulög vegna þess að þeir hafi ekki haft trú á að mjólkuriðnaðurinn gæti uppfyllt þau skilyrði sem samkeppnislög setja fyrir slíkum undanþágum. Það hafi því verið hagsmunir afurðastöðvanna sem hafi átt að vernda en hvorki hagsmuni neytenda né bænda. Í tilkynningu Hróbjartar segir að samkvæmt mati Samkeppniseftirlitsins eigi undanþágan í búvörulögunum sér ekki málefnalegan grundvöll sem þýði að lögin séu ekki byggð á eðlilegum sjónarmiðum. Landbúnaðarráðherra hafi upplýst að umrætt undanþáguákvæði hafi byggst á áliti þeirra Árna Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, sem er lögmaður Osta- og smjörsölunnar, og frænda hans Eiríks Tómassonar prófessors sem sé handgenginn Framsóknarflokknum. Ráðherrann hafi hins vegar ekki getið þess að Samkeppniseftirlitið hafi verið andvígt undanþágunni á sínum tíma og ekki haft með í ráðum við undirbúning undanþágunnar. Í ljósi þess hve undanþáguákvæðið sé ívilnandi fyrir afurðastöðvarnar og þess hverjir stóðu að því verði ekki litið öðru vísi á en að undanþágan hafi verið sérpöntuð af afurðastöðvunum sjálfum í samráði við ráðherrann. Hróbjartur bendir á að þessi undanþága í búvörulögum veiti afurðastöðvum rétt til þess að hafa með sér óheft samráð og samstilltar aðgerðir um vinnslu og verðlagningu sinna vara án tillits til þess hvort aðgerðirnar skaði samkeppni eða ekki. Önnur fyrirtæki í landinu, eins og Mjólka, verða hins vegar að lúta samkeppnislögum. Lögbundin mismunun af þessu tagi, sem raski svo verulega rekstrargrundvelli fyrirtækja í innbyrðis samkeppni, verði að styðjast við málefnalegar forsendur svo hún teljist heimil samkvæmt Stjórnarskránni. Það skilyrði hafi ekki verið uppfyllt í þessu tilfelli eins og álit Samkeppniseftirlitsins ber glöggt vitni um og muni Mjólka kanna lagaleg úrræði til þess að uppræta það ástand á mjólkurvörumarkaði sem þessi undanþága hafi kallað fram. Að lokum segir Hróbjartur að það sé hins vegar von Mjólku að stjórnmálamenn breyti búvörulögunum og komi á eðlilegu samkeppnisumhverfi með vörur sem skipti almenning í landinu miklu máli. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. Segir Hróbjartur að málflutningur ráðherrans sé með miklum ólíkindum og bersýnilegt að hann sé úr takti við raunveruleikann. Ítarleg álitsgerð Samkeppniseftirlits um samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði og ákvörðun eftirlitsins um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku sýna svo ekki verður um villst að það sé ekki jafnræði með fyrirtækjum í íslenskum mjólkuriðnaði. Í tilkynningu sinni segir Hróbjartur að það tjói því lítt fyrir ráðherra að halda öðru fram. Samkeppniseftirlitið reki skýrt og greinilega í álitsgerð sinni að mjólkurafurðastöðvum hér á landi sé mismunað og að sumum séu veitt réttindi en öðrum ekki, sem eiga sér ekki málefnalegar forsendur og ekki séu fordæmi um erlendis. Slík mismunun stríði gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hróbjartur segir það er óskiljanlegt af hverju mjólkuriðnaðurinn, einn allra atvinnugreina í landinu, skuli þurfa undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga ef það sé rétt, sem ráðherrann segi að undanþágan sé gerð með tilliti til hagsmuna neytenda og bænda. Sé þetta rétt hefði verið allsendis óþarfi að gera sérstaka undanþágu fyrir mjólkuriðnaðinn þar sem 15. gr. samkeppnislaga heimilar að undanþágur séu veittar frá banni 10. gr. Samkeppnislaga um samráð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði slíkrar undanþágu séu að hún stuðli að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir, veiti neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst, leggi ekki óþörf höft á hlutaðeigandi fyrirtæki eða veiti fyrirtækjum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni. Það hafi þvi ekki verið nein þörf á að veita undanþáguna ef tryggja átti hag neytenda og bænda. Hróbjartur bætir því við að það virðist blasa við að ráðherrann og umbjóðendur hans í mjólkuriðnaðinum hafi talið þörf fyrir sérstakt undanþáguákvæði í búvörulög vegna þess að þeir hafi ekki haft trú á að mjólkuriðnaðurinn gæti uppfyllt þau skilyrði sem samkeppnislög setja fyrir slíkum undanþágum. Það hafi því verið hagsmunir afurðastöðvanna sem hafi átt að vernda en hvorki hagsmuni neytenda né bænda. Í tilkynningu Hróbjartar segir að samkvæmt mati Samkeppniseftirlitsins eigi undanþágan í búvörulögunum sér ekki málefnalegan grundvöll sem þýði að lögin séu ekki byggð á eðlilegum sjónarmiðum. Landbúnaðarráðherra hafi upplýst að umrætt undanþáguákvæði hafi byggst á áliti þeirra Árna Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, sem er lögmaður Osta- og smjörsölunnar, og frænda hans Eiríks Tómassonar prófessors sem sé handgenginn Framsóknarflokknum. Ráðherrann hafi hins vegar ekki getið þess að Samkeppniseftirlitið hafi verið andvígt undanþágunni á sínum tíma og ekki haft með í ráðum við undirbúning undanþágunnar. Í ljósi þess hve undanþáguákvæðið sé ívilnandi fyrir afurðastöðvarnar og þess hverjir stóðu að því verði ekki litið öðru vísi á en að undanþágan hafi verið sérpöntuð af afurðastöðvunum sjálfum í samráði við ráðherrann. Hróbjartur bendir á að þessi undanþága í búvörulögum veiti afurðastöðvum rétt til þess að hafa með sér óheft samráð og samstilltar aðgerðir um vinnslu og verðlagningu sinna vara án tillits til þess hvort aðgerðirnar skaði samkeppni eða ekki. Önnur fyrirtæki í landinu, eins og Mjólka, verða hins vegar að lúta samkeppnislögum. Lögbundin mismunun af þessu tagi, sem raski svo verulega rekstrargrundvelli fyrirtækja í innbyrðis samkeppni, verði að styðjast við málefnalegar forsendur svo hún teljist heimil samkvæmt Stjórnarskránni. Það skilyrði hafi ekki verið uppfyllt í þessu tilfelli eins og álit Samkeppniseftirlitsins ber glöggt vitni um og muni Mjólka kanna lagaleg úrræði til þess að uppræta það ástand á mjólkurvörumarkaði sem þessi undanþága hafi kallað fram. Að lokum segir Hróbjartur að það sé hins vegar von Mjólku að stjórnmálamenn breyti búvörulögunum og komi á eðlilegu samkeppnisumhverfi með vörur sem skipti almenning í landinu miklu máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira