Körfubolti

Cleveland malaði Maccabi

LeBron James og félagar voru ekki í vandræðum með Maccabi Tel Aviv í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á NBA TV
LeBron James og félagar voru ekki í vandræðum með Maccabi Tel Aviv í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á NBA TV NordicPhotos/GettyImages

Cleveland Cavaliers var ekki í vandræðum með ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í æfingaleik liðanna í Ohio í gærkvöldi og vann auðveldan sigur 93-67. Drew Gooden skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst, Donyell Marshall skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst og LeBron James skoraði 13 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í liði Cleveland.

Atlanta lagði Orlando 100-96. Joe Johnson skoraði 27 stig fyrir Atlanta en Dwight Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando.

Miami lagði New Orleans 109-105. Jannero Pargo skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Dwyane Wade skoraði 19 stig fyrir Miami.

New York lagði Boston 116-108. Tony Allen og Wally Szczerbiak settu 18 stig fyrir Boston, en Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York.

Washington lagði Charlotte 100-84. Gilbert Arenas skoraði 18 stig fyrir Washington en Gerald Wallace skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte.

Houston lagði Dallas 72-69. Luther Head skoraði 13 stig fyrir Houston og Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas.

Sacramento lagði LA Lakers 96-91. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento en Ronny Turiaf skoraði 15 stig og hirti 7 fráköst hjá Lakers.

LA Clippers lagði Phoenix 107-96. Elton Brand skoraði 24 stig fyrir Clippers og Shaun Livingston skoraði 21 stig, en Leandro Barbosa skoraði 19 stig fyrir Phoenix.

Loks vann Golden State sigur á Portland í framlengingu 124-120. Mike Dunleavy skoraði 32 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst. Zach Randolph skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst hjá Portland og Martell Webster skoraði 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×