Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða 18. október 2006 13:15 Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni. Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Óhætt er að segja að fréttirnar um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni á nýjan leik hafi borist um heiminn eins og eldur í sinu. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú undir hádegi höfðu ríflega 250 blaðagreinar birst um málið um allan heim. Þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Breska ríkisútvarpið var einna fyrst til að fjalla um málið, þar var afstaða íslenskra stjórnvalda skýrð en jafnframt bent á að markaðir væru af skornum skammti. Breska blaðið Independent, sem er þekkt fyrir áherslu á umhverfisvernd, bendir á að fæstir Íslendingar borði hvalkjöt og á vefsíðu Grænfriðunga í landinu er staðhæft að ákvörðunin sé efnahagslegt feigðarflan. Þýska blaðið Die Welt hnykkir á að Íslendingar séu að ganga gegn banni alþjóðahvalveiðiráðsins og í Washington Post er tekið í svipaðan streng. Hörðustu viðbrögðin koma hins vegar frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og segja að þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Alger einangrun Íslendinga á alþjóðavettvangi virðist þó ekki raunin. Jákvæður tónn er í grein danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni.
Erlent Fréttir Hvalveiðar Innlent Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira