Körfubolti

Phoenix lagði LA Lakers

Shawn "The Matrix" Marion treður hér yfir Lamar Odom hjá LA Lakers í leiknum í nótt
Shawn "The Matrix" Marion treður hér yfir Lamar Odom hjá LA Lakers í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland.

Raja Bell og Shawn Marion skoruðu 16 stig hvor fyrir Phoenix og Amare Stoudemire bætti við 15 tigum, 9 fráköstum og 5 stolnum boltum og leit þokkalega vel út þó hann eigi enn nokkuð í land með að ná sér eftir hnéuppskurð. Smush Parker skoraði 18 stig fyrir Lakers, sem var án Kobe Bryant sem er að ná sér af meiðslum.

Toronto vann góðan sigur á New Jersey 119-110, þar sem 7 leikmenn Toronto skoruðu 10 stig eða meira. PJ Tucker skoraði mest í Kanadaliðinu eða 18 stig. Antoine Wright setti 21 stig fyrir New Jersey.

Loks vann Chicago sigur á Seattle 110-105 eftir framlengdan leik sem háður var í Kansas. Ray Allen skoraði 22 stig fyrir Seattle, en hjá Chicago voru það Luke Schensher og Andre Barrett sem stálu senunni og skoruðu 10 af 12 stigum liðsins í framlengingunni - og þar áður hafði nýliðinn Tyrus Thomas komið Chicago í framlengingu með körfu rétt fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×