Finnska flugfélagið Finnair hefur áhuga á að kaupa hlut sænska ríkisins í SAS-flugfélaginu en hin nýja ríkisstjórn í Svíþjóð hefur viðrað hugmyndir um sölu. Sænska ríkið á rúmlega 20 prósent í SAS, sem er álíka hlutur og danska- og norska ríkið eiga hvort fyrir sig. Rekstur SAS hefur gengið erfiðlega um skeið en Finnair hefur hins vegar skilað ágóða og vilja stjórnendur þess koma með nýjar hugmyndir inn í SAS ef af kaupunum verður.
Erlent