Lífið

Lalala

Söngfuglinn Hildur Vala sendir frá sér sína aðra plötu í dag og ber hún nafnið Lalala
Söngfuglinn Hildur Vala sendir frá sér sína aðra plötu í dag og ber hún nafnið Lalala

Söngfuglinn Hildur Vala sendir frá sér sína aðra plötu í dag og ber hún nafnið Lalala. Platan inniheldur 12 ný lög og er hún öll sungin á íslensku. Lagasmiðirnir eru ekki af verri endanum því að á plötunni má finna lög eftir Sigurð Bjólu, Egil Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Svavar Knút Kristinsson, Pétur Örn Guðmundsson, Halldór Gylfason, Otto Tynes, Heiðar Örn Kristjánsson og Jón Ólafsson. Upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar.

Hildur Vala gaf út fyrstu plötuna sína árið 2005 og óhætt er að segja að platan hafi slegið í gegn á íslandi. Á plötunni mátti finna 12 lög í flutningi Hildar Völu og þar á meðal lagið Songbird sem fékk gríðarlega spilun. Platan fékk frábæra dóma og ljóst að tími var kominn á aðra plötu frá þessari frábæru söngkonu. Það leið ekki langur tími þangað til að farið var að undirbúa næstu plötu. Fékk Hildur Vala fljótt frábæra laga, og textahöfunda til að vinna með sér og gekk það ferli fljótt fyrir sig. Næsta skref var að hóa í sömu hljóðfæraleikara og voru á fyrstu plötunni og haldið var til Danmerkur í stúdíó. Úr varð plata sungin á íslensku eftir íslenska höfunda.

Annars er það að frétta af Hildi Völu að hún er kasólétt og á að eiga í byrjun nóvember. Ljóst er að barnið mun ekki þurfa að leita langt eftir kennslu í söng og hljóðfæraleik enda foreldrar þess miklir listamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×