Körfubolti

Rasheed Wallace eignar sér reglubreytingar

Rasheed Wallace er hér í kunnuglegri stöðu - að rífast við dómara. Hann mun væntanlega reyna að draga í land með þá iðju í vetur.
Rasheed Wallace er hér í kunnuglegri stöðu - að rífast við dómara. Hann mun væntanlega reyna að draga í land með þá iðju í vetur. NordicPhotos/GettyImages

Reglur í NBA deildinni hafa nú verið hertar til muna og dómurum verið gert að grípa mun fyrr til þess að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir mótmæli. Rasheed Wallace segir að þessar breyttu áherslur séu bein árás á sig og kallar hinar nýju reglubreytingar "aðeins enn eina Wallace-regluna"

Öfugt við áður, þegar dómarar hafa reynt að leiða það hjá sér þegar leikmenn eru að tuða yfir dómgæslu eða sýna leikræna tilburði til að mótmæla henni - verður á næstu leiktíð tekið mun harðar á öllu svona. Ekki er ólíklegt að menn eins og Rasheed Wallace myndu finna mikið fyrir þessu, en hann hefur oftar en einu sinni verið sá leikmaður sem flestar tæknivillur hefur fengið í deildinni. Sektir fyrir tæknivillur hafa einnig verið hækkaðar umtalsvert.

"Þetta er bara enn ein Sheed Wallace reglan. Þetta þýðir bara að ég er að gera eitthvað rétt. Reglunum er aðeins breytt vegna sérstakra leikmanna," sagði hann. "Dómararnir eru að verða eins og foreldrar leikmanna og ég hef áhyggjur af því ef ég er fyrirliði liðs míns að mega ekki segja nokkurn skapaðan hlut við dómara án þess að fá tæknivillu. Þetta er fáránlegt - en ég læt þetta ekki stöðva mig. Ég mun finna leið til að segja mína meiningu á hlutunum," sagði Wallace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×