Körfubolti

George Karl framlengir við Denver

George Karl verður hjá Denver út leiktíðina 2009-10 samkvæmt nýjum samningi sínum
George Karl verður hjá Denver út leiktíðina 2009-10 samkvæmt nýjum samningi sínum NordicPhotos/GettyImages

Þjálfarinn George Karl hefur framlengt samning sinn við NBA lið Denver Nuggets til ársins 2010, en undir hans stjórn hefur liðið náð sínum besta árangri síðan það gekk inn í NBA deildina fyrir þremur áratugum.

Undir stjórn Karl hefur Denver unnið 76 leiki og tapað 46, sem gerir tæplega 63% vinningshlutfall. Karl tók við liðinu árið 2005 og stýrði liðinu til sigurs í 32 af fyrstu 40 leikjum sínum. Ekki gekk jafn vel á síðustu leiktíð þar sem mikil meiðsli lykilmanna settu strik í reikninginn hjá liðinu. Karl er einn reyndasti þjálfarinn í NBA deildinni og á að baki 784 sigra sem þjálfari og aðeins 11 þjálfarar í sögu deildarinnar eiga að baki fleiri sigurleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×