Lífið

Búi horfinn?

Andri Freyr, sem telur sig vera aðalstjórnandann og skilgreinir Búa meira svona sem aðstoðarmann, deyr ekki ráðalaus og hefur hleypt af stokkunum nýrri útvarpskeppni; Hver er ný-Búinn.
Andri Freyr, sem telur sig vera aðalstjórnandann og skilgreinir Búa meira svona sem aðstoðarmann, deyr ekki ráðalaus og hefur hleypt af stokkunum nýrri útvarpskeppni; Hver er ný-Búinn.

Búi Bendtsen, annar stjórnenda hins vinsæla og umtalaða morgunþáttar CAPONE á XFM 919, er horfinn af landi brott og kemur því ekkert við sögu í CAPONE í þessari viku.

Andri Freyr, sem telur sig vera aðalstjórnandann og skilgreinir Búa meira svona sem aðstoðarmann, deyr ekki ráðalaus og hefur hleypt af stokkunum nýrri útvarpskeppni; Hver er ný-Búinn. Andri fær til sín þjóðþekkta einstaklinga sem reyna að fylla í þetta litla gat sem Búinn skilur eftir sig. Fyrsti stórmeistarinn sem settist í stólinn í morgun (mánudagsmorgun) var enginn annar en sjálfur Geir Ólafsson, sem er mikill vinur þeirra Capone-manna.

Á á morgun, þriðjudag verður það svo dagskrárstjórinn sjálfur, Snorri Sturluson, sem væntanlega afsannar þær kenningar Capone-manna að hann sé morgunsvæfur með afbrigðum. Á miðvikudaginn mætir hinn afar hressi Pétur Jóhann Sigfússon, en það eru margir að spá honum sigri í þessari keppni þar sem maðurinn er með eindæmum vanur í útvarps-sprellinu.

Á fimmtudaginn kemur æskuvinur Andra í heimsókn. Sá er enginn annar en Helgi Sellout, eins og Capone-bræður kjósa að kalla hann, en kauði heitir Helgi Seljan og er sjónvarpsstjarna með meiru. Þeir félagar ætla m.a. að sauma hart að háttvirtum pólitíkusum. Á föstudaginn, 13. október, mætir síðasti keppandinn í "Hver er ný-Búinn" , en það er hinn andlitsfríði og stælti Auðun Blöndal sem gerir tilraun til að fylla skarð Búa. Það borgar sig að fylgjast með XFM 919 nú sem endranær og fylgjast meðbráðskemmtilegri keppni. Það eru nefnilega hlustendur sem ákveða hvaða Ný-Búi stóð sig best og hvort upprunalegi Búinn eigi afturkvæmt í þáttinn.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×