Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm 4. október 2006 16:55 Luzhniki leikvangurinn í Moskvu hýsir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2008 Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira