Körfubolti

Eigandi Memphis Grizzlies selur hlut sinn

Laettner útilokar ekki að taka skóna fram að nýju og spila með Memphis eftir yfirtökuna, en hann lék síðast með NBA meisturum Miami tímabilið 2004-05
Laettner útilokar ekki að taka skóna fram að nýju og spila með Memphis eftir yfirtökuna, en hann lék síðast með NBA meisturum Miami tímabilið 2004-05 NordicPhotos/GettyImages

Milljarðamæringurinn Michael Heisley hefur selt 70% hlut í NBA liðinu Memphis Grizzlies til hóps fjárfesta fyrir um 360 milljónir dollara. Hópurinn samanstendur af mörgum einstaklingum en sá þekktasti er líklega fyrrum leikmaðurinn Christian Laettner sem lagði skóna á hilluna í NBA í fyrra.

Fjárfestarnir hafa strax gefið það út að ekki séu fyrirhugaðar neinar mannabreytingar í stjórn körfuboltaliðsins, en þar ræður goðsögnin Jerry West öllu í leikmannamálum og Mike Fratello er þjálfari liðsins.

Talið er að Michael Heisley hafi ákveðið að selja félagið eftir að það var rekið með meira en 40 milljón dollara tapi á síðasta ári, en þeir Christian Laettner og fyrrum félagi hans hjá Duke háskólanum, Brian Davis, eru sagðir hafa lagt um 40 milljónir dollara úr eigin vasa í verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×