POLSKA 1969-1989 27. september 2006 18:00 Verkfallið í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk 1988. Þetta verkfall leiddi að lokum til viðræðna milli kommúnistastjórnarinnar í Póllandi og forystumanna verkalýðsfélagsins Samstöðu, og í framhaldinu frjálsra kosninga í Póllandi 1989. Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar. Lífið Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira
Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar.
Lífið Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira