Handbolti

Spá þjálfara og forráðamanna

Framarar hafa titil að verja í vetur.
Framarar hafa titil að verja í vetur. MYND/Ómar Vilhelmsson

Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

Stjörnustúlkum er spáð titlinum í DHL-deild kvenna, Haukum öðru sæti, svo koma Valur, ÍBV, Grótta, FH, HK, Fram og Akureyri rekur lestina í níunda sæti.

Í fyrstu deild karla er Aftureldingu spáð sigri og FH-ingar eiga að fylgja þeim eftir upp í DHL-deildina að ári. ÍBV er spá þriðja sæti og á eftir koma Selfoss, Grótta, Víkingur/Fjölnir, Haukar 2 og Hetti á Egilstöðum er spáð botnsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×