Enski boltinn

Wayne Rooney er enn ekki kominn í leikform

Wayne Rooney
Wayne Rooney NordicPhotos/GettyImages

Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að framherjinn Wayne Rooney þurfi fleiri leiki til að ná sínu besta formi með liðinu, en hann var sem kunnugt er lengi frá keppni vegna fótbrots í sumar. Rooney hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni með Manchester United og Queiroz segir hann aðeins þurfa nokkra leiki til viðbótar til að ná sínu besta.

"Fólk verður auðvitað að átta sig á því að Rooney hefur ekki spilað nema fimm eða sex leiki á síðasta hálfa ári og spilaði ekki 90 mínútur nema í einum þeirra. Rooney er enginn kraftaverkamaður og þarf að spila nokkra leiki til að ná sér á fullt á ný - nokkuð sem hann mun klárlega gera á allra næstu vikum.

Wayne er leikmaður með gríðarlegt hungur og metnað og í hvert sinn sem hann fer inn á knattspyrnuvöllinn vill hann leggja sig allan fram og vinna. Takist honum það ekki, tekur hann það meira nærri sér en flestir aðrir leikmenn," sagði Queiroz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×