Enski boltinn

Óvæntir hlutir að gerast

James Beattie skoraði mark Everton gegn Peterborough
James Beattie skoraði mark Everton gegn Peterborough NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í enska deildarbikarnum. Everton hefur yfir 1-0 gegn Peterborough í sjónvarpsleiknum á Sýn með marki frá James Beatty, en á öðrum vígstöðvum eru að eiga sér stað nokkuð óvæntir hlutir eins og svo oft í þessari skemmtilegu keppni.

Brynjar Björn Gunnarsson er í byrjunarliði Reading sem er í bullandi vandræðum með Darlington á heimavelli. Reading var að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ívar Ingimarsson er ekki í leikmannahópi Reading og fær að hvíla í kvöld.

Portsmouth er að leggja Mansfield 2-0 á útivelli og Charlton hefur ekki enn náð að skora gegn Carlisle á heimavelli. Staðan í leik Walsall og Bolton er 0-0 og sömu sögu er að segja af viðureign Watford og Accrington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×