Grafarþögn um gang viðræðnanna 15. september 2006 22:08 Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega. Stuttum og snörpum fundi lauk í Washington síðdegis í gær og var ekkert upplýst um efnisinnihald viðræðnanna. Ekki má svo skilja að þessi stutti fundur sé til marks um árangur eða árangursleysi að mati Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns Geirs Haarde forsætisráðherra en hún á jafnframt sæti í samninganefndinni. Segir Ragnheiður að viss málefni hafi verið á á dagskrá og hafi hún verið tæmd. Ekkert frekar sé að segja af þessum fundi - það er, umfram það sem kom fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gær - sem var harla lítið. Þjóðin fékk að vita það eitt í gær frá Geir Haarde forsætisráðherra að þessum viðræðum myndi senn ljúka - jafnvel í næstu viku. Að mati forsætisráðuneytisins er ekki talin þörf á að upplýsa þjóðina frekar um þessi mál. Geir Haarde, forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali við sig í dag. Á meðan ráðamenn beina þögninni að þjóðinni er herinn að klára að pakka. Þau tímamót urðu í dag að þyrlubjörgundarsveitin hætti sinni vaktstöðu. Þyrlurnar verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Næsta hálfa mánuðinn verður því að treysta alfarið á tvær þyrlur Gæslunnar, sem eru þó báðar í góðu ástandi, en um mánaðamótin er von á leiguþyrlunum sem bætast í Íslenska björgunarþyrluflotann. Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega. Stuttum og snörpum fundi lauk í Washington síðdegis í gær og var ekkert upplýst um efnisinnihald viðræðnanna. Ekki má svo skilja að þessi stutti fundur sé til marks um árangur eða árangursleysi að mati Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns Geirs Haarde forsætisráðherra en hún á jafnframt sæti í samninganefndinni. Segir Ragnheiður að viss málefni hafi verið á á dagskrá og hafi hún verið tæmd. Ekkert frekar sé að segja af þessum fundi - það er, umfram það sem kom fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gær - sem var harla lítið. Þjóðin fékk að vita það eitt í gær frá Geir Haarde forsætisráðherra að þessum viðræðum myndi senn ljúka - jafnvel í næstu viku. Að mati forsætisráðuneytisins er ekki talin þörf á að upplýsa þjóðina frekar um þessi mál. Geir Haarde, forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali við sig í dag. Á meðan ráðamenn beina þögninni að þjóðinni er herinn að klára að pakka. Þau tímamót urðu í dag að þyrlubjörgundarsveitin hætti sinni vaktstöðu. Þyrlurnar verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Næsta hálfa mánuðinn verður því að treysta alfarið á tvær þyrlur Gæslunnar, sem eru þó báðar í góðu ástandi, en um mánaðamótin er von á leiguþyrlunum sem bætast í Íslenska björgunarþyrluflotann.
Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira